Velkomin á vef Mótettukórsins

Mótettukór Hallgrímskirkju  hefur lengi verið meðal fremstu kóra Íslands. Verkefnalisti kórsins er langur og fjölskrúðugur. Þar má finna fjölmargar óratóríur, passíur og sálumessur en líka kórverk án undirleiks frá ýmsum tímum, auk þess sem kórinn hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka.

Fréttir og helstu viðburðir

Messías eftir Georg Friedrich Händel

Laugardaginn 7. des. kl. 18 Sunnudaginn 8. des. kl. 16 Hægt að nálgast miða í Hallgrímskirkju og á www.midi.is Mótettukórinn, Alþjóðlega barokksveitin í Hallgrímskirkju og úrvalslið einsöngvara flytja Messías eftir Georg Friedrich Händel undir stjórn Harðar Áskelssonar á aðventu í ár. Messías er eitt háleitasta og fegursta verk tónlistarsögunnar. Flutningur

Óratorían Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson

1. júní 2019 Kirkjulistahátíð verður haldin í Hallgrímskirkju í birtu hátíðar heilags anda. Á hátíðinni kemur Mótettukórinn að frumflutningi óratóríunnar Mysterium eftir Hafliða Hallgrímsson, sem samin er að ósk Listvinafélags Hallgrímskirkju og er skrifuð fyrir einsöngvara, báða kóra Hallgrímskirkju og sinfóníuhljómsveit.

Rómantísk kór- og orgeltónlist

Mótettukór Hallgrímskirkju heldur tónleika í samvinnu við Listvinafélag Hallgrímskirkju n.k. sunnudag 10. mars 2019 kl.17 undir yfirskriftinni Rómantísk kór- og orgeltónlist. Þar flytur kórinn sérlega fallega efnisskrá með kórtónlist eftir Bruckner, Mendelssohn og Brahms ásamt Ástu Marý Stefánsdóttur sópransöngkonu og Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Rómantíska tímabilið sem hófst skömmu eftir 1800 og