Ákall – tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars 2018

7 mar Engar athugasemdir Mótettukór Hallgrímskirkju Á döfinni, Fréttir

Tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju sunnudaginn 11. mars 2018 klukkan 17

Efnisskrá föstutónleika Mótettukórsins undir yfirskriftinni Ákall er samansett af áhrifaríkum trúarlegum kórverkum sem fjalla um missi, sorg, bæn og huggun í skugga krossins á árstíma píslarsögu Krists og Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Stærsta tónverkið, When David heard eftir Eric Whitacre, er tónsetning á sorgarákalli Davíðs konungs (2. Samúelsbók), þegar hann frétti af aftöku sonar síns Absaloms og vék afsíðis og hrópaði nafn sonar síns í sífellu. Inn á milli þekktra kórverka eftir erlend tónskáld eldri og yngri, þá Purcell, Byrd, Casals, Lauridsen og Tavener, hljóma sálmar Hallgríms með tónlist eftir íslenska höfunda, bæði útsetningum eldri laga og frumsaminni tónlist. Á tónleikunum frumflytur kórinn mótettu sem Halldór Hauksson samdi við andlátsbæn Hallgríms Péturssonar. Stjórnandi kórsins er Hörður Áskelsson. Miðasala á midi.is:
https://midi.is/tonleikar/1/10402/Akall-fostutonleikar_Motettukorsins

The programme of this year‘s Lenten concert presented by the Motet Choir of Hallgrímskirkja consists of expressive sacred choral compositions that deal with loss, sorrow, prayer and consolation in the shadow of the cross. Well-known works by Henry Purcell, William Byrd, Pablo Casals, Morten Lauridsen and John Tavener are interspersed by psalm verses by the great Icelandic Baroque poet-priest Hallgrímur Pétursson with music by Icelandic composers. The most extensive composition on the programme, When David heard by popular American contemporary composer Eric Whitacre, is a remarkable musical interpretation of the desperation of King David as he learns of the execution of his son Absalom (Second Book of Samuel). The choir will also premiere a work by Halldór Hauksson set to a prayer hymn written by Hallgrímur Pétursson on his deathbed.
The 55 singers of the Motet Choir will be conducted by Hörður Áskelsson, organist and Music Director of Hallgrímskirkja. Tickets available at midi.is:
https://midi.is/tonleikar/1/10402/Akall-fostutonleikar_Motettukorsins