Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunana

5 feb Engar athugasemdir tfadmin Fréttir

Rétt í þessu voru tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunana fyrir 2015 tilkynntar og það er mikið gleðiefni að Mótettukórinn ásamt Herði Áskelssyni stjórnanda eru tilnefnd sem flytjandi ársins í flokk sígildrar- og samtímatónlistar fyrir flutninginn á Óratoríunni Solomon á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju 2015. Solomon er jafnframt tilnefndur sem tónlistarviðburður ársins í sama flokki og allir íslensku einsöngvararnir sem tóku þátt í Solomon þau Þóra Einarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Benedikt Kristjánsson og Oddur Arnþór Jónsson eru tilnefnd sem söngkonur/söngvarar ársins í flokknum.  Aldeilis frábær árangur !!!

Mótettukórinn er afar þakklátur fyrir tilnefningarnar og stoltur, og vill óska Herði Áskelssyni vor kæra stjórnanda, Ingu Rós Ingólfsdóttur framkvæmdastjóra Kirkjulistahátíðar 2015 þar sem Solomon var stærsti viðburðurinn, og svo einsöngvurunum hjartanlega til hamingju með þetta.

Ljóst er að flutningurinn vakti verðskuldaða athygli og allir sem komu þar að geta glaðst yfir þessum árangri.